þri. 26. jan. 2021 18:35
Alls hafa 79 tjón verið tilkynnt Náttúruhamfaratryggingum Íslands.
Alls 79 tjónamál eftir skriðuföllin

Alls hafa 79 tjónamál borist Náttúruhamfaratryggingum Íslands í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði. Fjalla 39 þeirra um tjón á húseignum, sex um tjón á opinberum eigum og 34 tjónatilkynningar snúa að fasteignum, einbúum og lausafé.

„Þetta hefur verið að skýrast á síðustu dögum,“ segir Ragnheiður Hulda Árnadóttir framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands, sem staðfestir fjölda tjónatilkynninga í samtali við mbl.is.

Miðað við 21. janúar hefur uppgjöri verið lokið í 13 málum og 19 matsgerðir verið sendar eigendum til kynningar. Tjónaskoðun er lokið í 25 málum til viðbótar og er verið að undirbúa þau til kynningar fyrir eigendum

Alls eru 22 mál í skoðun hjá NTÍ og má búast við að niðurstaða þeirra verði kynnt á næstu 2-3 vikum.

til baka