mán. 12. apr. 2021 07:30
Heilsar nemendum með sérsniðnum danssporum

Kennarinn David Jamison frá Tennessee sló í gegn árið 2019 fyrir það að leggja ótalmörg ólík handabönd á minnið, þar sem hver og einn nemandi átti með honum sérsniðið handaband.

Nú er hann mættur aftur til leiks með sóttvarnahæfar leiðir til að heilsa nemendum sínum án þess að hendur snertist.

Undanfarna mánuði hefur Jamison þurft að vera með rafræna kennslu og glímdi sjálfur við veikindi sökum Covid-19. Fyrir stuttu hófst kennsla í skólum og ákvað Jamison að finna nýjar leiðir til að taka á móti nemendum, með skemmtilegum danssporum.

View this post on Instagram

A post shared by David Jamison (@thedopeeducator)

 

Jamison þykir mikilvægt að hverjum og einum nemanda líði eins og hann sé sérstakur. Því vildi hann leita leiða sem gengju upp til þess að allir gætu komið inn í skólastofu til hans og liðið vel.

Í þau fjögur ár sem Jamison hefur starfað sem kennari hefur hann lagt á minnið um 250 ólíkar leiðir til að heilsa hverjum og einum nemanda.

Ótrúlega skemmtilegt að byrja daginn á smá danssporum fyrir hvern og einn og slá á létta stengi þar sem allir hafa þurft að taka lífið heldur alvarlega!

Frétt frá: Southernliving.com

til baka