sun. 11. apr. 2021 15:32
Hinn fullkomni ísskápur.
Segja harðbannað að geyma kaffi í kæli

Við – eins og sjálfsagt margir – höfum alltaf heyrt að best sé að geyma kaffi í kæli en í frétt sem við rákumst á hjá Daily Mail er það sagt eyðileggja kaffið.

Að sögn sérfræðinga sem rætt er við er kaffi gætt þeim eiginleika að draga í sig lykt sem getur breytt bragðinu. Því skuli ekki geyma það í kæli.

Við ætlum að fá að vera ögn ósammála og benda að hér skipti umbúðirnar mestu máli til þess að kaffið komist ekki í tæri við lykt og annað.

Hvort sem kaffi sé geymt í kæli eða inn í skáp sé það lykilatriði að geyma það í lokuðum umbúðum til að tryggja að gæðin haldist sem lengst.

Frétt Daily Mail má lesa HÉR.

til baka