mán. 12. apr. 2021 15:00
Þórður Helgi sem Love Guru.
Ný útgáfa 1, 2, Selfoss: „Við vorum öll á leiðinni í sleik“

„Það eru ekki sautján ár síðan ég fór að óheilla þjóðina með þessari persónu, það eru átján ár síðan það gerðist en Selfossinn hefst fyrir 17 árum,“ segir Þórður Helgi Þórðarson, gjarnan þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, í viðtali við Síðdegisþáttinn.

Þórður gaf út nýja útgáfu af laginu 1, 2 Selfoss á dögunum en upprunaleg útgáfa þess hefur verið þekkt meðal landsmanna í 17 ár. Þórður segir lagið því miður vera langþekktasta lag sem hann hefur gefið út.

 

„Ég myndi segja það og allir myndu segja það og því miður er ég bara að fara að detta í „one hit wonder“ sem er skellur því að þetta er þriðja lagið sem ég gaf út eftir að ég var búinn að koma tveimur lögum inn á topp þrjú á íslenska listanum. Það er bara gleymt. „Þú ert bara Selfossgaurinn er það ekki?“ Þetta er rosalegur skellur,“ segir Þórður en áður en 1, 2 Selfoss kom út hafði hann gefið út lögin Ástarblossa og Partí út um allt.

 

„Það datt einhver svaka gír í mig um páskana og ég hugsaði: heyrðu ég hendi þessi út bara á föstudaginn langa, en ég náði því ekki og þess vegna kemur það núna. Ég veit ekki hvort þið hafið mikið verið að setja tónlist inn á Spotify en þú þarft að vera búinn að gera það tveimur vikum áður en lagið kemur út og fyrir tveimur vikum þá var bara fokking sumar og sól hérna og það var ekki komin held ég þessi sautjánda bylgja eða „what ever“. Við vorum öll á leiðinni í sleik, skemmtistaðasleik. Þannig að heyrðu, kýlum hérna á grimman Gúrú maður, allir í fíling, en nei,“ segir Þórður sem er ekki sáttur við að heimsfaraldurinn hafi stoppað fólk í að geta farið að skemmta sér við lagið.

Hér fyrir neðan má hlusta á upprunalega útgáfu lagsins 1, 2 Selfoss:

 

Viðtalið við Þórð má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

 

 

til baka