mið. 14. apr. 2021 07:30
Börn að leik við tjörnina í Breiðholti. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Gullkorn sem fá þig til að brosa hringinn

Börn eiga það til að vera ótrúlega einlæg og það er svo skemmtilegt að fá að skyggnast inn í hugarheim þeirra.

Grunnskólakennarinn Alyssa Cowit starfar í skóla í New York-borg og tók nýlega upp á því að skrásetja ýmis gullkorn frá nemendum sínum. Hún fékk til liðs við sig markaðsfræðinginn Greg Dunbar sem starfar hjá Walt Disney og saman vinna þau að því að útbúa skemmtilegt efni úr gullkornum barna.

Þau halda meðal annars úti instagramreikningnum Live from Snack Time þar sem þau deila tilvitnunum skólabarnanna. Aðgangurinn er með rúmlega 575 þúsund fylgjendur og fær fólk til þess að brosa hringinn nokkrum sinnum í viku.

Alyssa segir að börn séu hreinskilin og forvitin og þrátt fyrir að stundum sé erfitt að skilja þau séu þau snillingar. Hugsanir barnanna eru einlægar og tærar. Það hvað þau hugsa skemmtilega mikið upphátt er eitt af því sem Alyssa elskar við vinnu sína.

Tilvitnanirnar hafa veitt þessum skemmtilega kennara mikla gleði og dreifa nú gleðinni meðal þeirra mörg hundruð þúsund einstaklinga sem fylgja þeim á Instagram.

Hér eru nokkrar skemmtilegar tilvitnanir sem fá ykkur vonandi til þess að brosa:

„Ég er þreytt. Af hverju get ég ekki verið eins og hundur og borðað og sofið allan daginn?“

– Chloe, 4 ára

„Klukkutímar eru stuttir! Þeir ættu að vera 100 mínútur.“

– Brianna, 7 ára

„Nei, ekkert er hamingjusamara en jelly beans.“

– Kiki, 5 ára

„Ég ætla að giftast William. Hann er fyndinn og það er mikilvægt fyrir hjónabandið.“

– Addison, 5 ára

„Af hverju að borga fyrir hús þegar þú gætir búið í ísbílnum?“

– Tristan, 5 ára

„Stundum þarftu að vera hugrakkur og þetta er ein af þeim stundum.“

– James, 8 ára, þegar hann var að hvetja vin sinn til að lesa upphátt fyrir bekkinn.

„Ég vil koma og hitta þig en ég verð svo bílveik … en ég skal gubba í poka og koma og hitta þig!“

– Hayden, 5 ára

„Ég get ekki beðið eftir að verða fullorðinn svo ég geti talað um leiðinlega hluti eins og púða og bankann.“

– Julinar, 4 ára

„Það er svo mikill mars. Ég vil að næsti dagurinn minn verði í öðrum mánuði.“

– Miles, 6 ára. Tengi Miles, mars er hryllilega langur mánuður!

Frétt frá: Upworthy.

til baka