þri. 13. apr. 2021 08:18
Grjótkrabbi fannst fyrst í Hvalfirði 2006 en er  kominn austur í Stöðvarfjörð.
Grjótkrabbi á hraðferð

Grjótkrabbi fannst fyrst hér við land í Hvalfirði árið 2006. Útbreiðsla hans um grunnsævi Íslands hefur verið með eindæmum hröð og spannar hún nú yfir 70% af strandlengjunni og ná staðfestir fundarstaðir nú frá Faxaflóa réttsælis umhverfis landið allt austur í Stöðvarfjörð.

Frá árinu 2006 hafa rannsóknir og vöktun á grjótkrabba við Ísland verið stundaðar og er verkefnið samstarfsverkefni Náttúrustofu Suðvesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum.

Fjallað er um grjótkrabba í ársskýrslu Náttúrustofunnar fyrir síðasta ár og segir þar að vöktun krabbans á föstum sniðum í Faxaflóa hafi sýnt stöðuga aukningu hans í aflahlutdeild, á kostnað bogkrabba og trjónukrabba, a því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

til baka