þri. 13. apr. 2021 09:47
Súrálsskip hefur lagt við bryggju í Mjóeyrarhöfn, engar upplýsingar benda til þess að smit sé um borð. Mynd úr safni.
Ekki talið smit um borð í súrálsskipi í Mjóeyrarhöfn

Ekki er vitað til þess að nokkurt kórónuveirusmit sé um borð í súrálsskipinu Lambay sem lagði við bryggju í Mjóeyrarhöfn í morgun eftir siglingu frá Brasilíu. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við 200 mílur.

Tíu um borð í súrálsskipinu Taurus Confidence reyndust smitaðir af brasílíska afbrigðinu þegar það kom til hafnar í Mjóeyrarhöfn í síðasta mánuði.

Ásgeir segir skipstjóra Lambay, sem kom til hafnar í dag, hafa fylgt reglum sem nú gilda um sóttvarnir og sent Landhelgisgæslunni sérstaka heilbrigðisyfirlýsingu sólarhring áður en skipið kom til landsins. Þar hafi ekkert komið fram sem bendir til þess að smit sé um borð.

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2021/03/23/eru_allir_tiu_med_brasiliska_afbrigdid/

til baka