þri. 13. apr. 2021 16:30
Nýjasta afurð Og natura er WILD GIN.
Nýtt íslenskt gin sem á eftir að gera allt vitlaust

Og natura er vín- og bjórgerð sem vinnur á náttúrulegan máta drykki úr hreinu og villtu íslensku hráefni. Nýjasta afurð þeirra var að lenda í vínbúðum landsins og kallast WILD GIN.

Og natura er fjölskyldurekið brugghús í Hafnarfirði, en aðalfrumkvöðlarnir í áfengisframleiðslu fyrirtækisins eru þau Liljar og Raxel  en þau kynntust á Twitter og langaði að brugga saman bjór og nú fjórum árum síðar reka þau spennandi brugghús. „Við notum villtar íslenskar jurtir og ber til að framleiða áfenga drykki. Íslensk hráefni eru spennandi og gaman að vinna með gamlar hefðir í bland við nýjar til að skapa frábæra upplifun í drykkjarmenningu,“ segir Raxel í samtali.

Nýjasta afurð brugghússins er WILD GIN-línan, sem inniheldur þrjár tegundir af gini. Það er klassískt WILD DRY GIN kryddað með einiberjum, hvannarrót, blóðbergi og rabarbara. Síðan er það WILD GIN OLD TOM, en það er eikarþroskað gin með reyktum undirtón og síðast en ekki síst er það sumardrykkurinn í ár, eða WILD PINK GIN – það er eimað með sólberjum og skapar fullkominn berjatón og fallegan bleikan lit. Þess má geta að allt ginið er frábært í kokteila og ómissandi í gin og tónik.

„Sumarið er fram undan og þá verðum með við SUM-sumarkokteil í Vínbúðinni framleiddan úr nýju ginlínunni okkar. Höfum frá síðasta sumri verið með VÖK, SÓL og BER sem eru tilbúnir kokteilar til að skella beint í glas eða hrista með klaka fyrir hinn fullkomna sumardrykk,“ segir Raxel. Allar vörurnar frá Og natura má finna í Vínbúðinni, þó verður nýja ginið aðeins fáanlegt í Kringlunni, Heiðrúnu, Stekkjarbakka og Spöng til að byrja með. Eins er hægt að panta í vefverslun Vínbúðarinnar og fá afhent í þeirri vínverslun sem hentar.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

til baka