þri. 13. apr. 2021 20:00
Dóri DNA.
Lærði að bera virðingu fyrir iðnaðarmönnum

Dóri DNA fór á dögunum af stað með þættina Skítamix þar sem hann mætir heim til fólks og hjálpar því að redda hlutum á heimilinu með skítamixi. Þeir Logi Bergmann og Siggi Gunnars heyrðu í Dóra í Síðdegisþættinum og ræddu við hann um þættina.

„Maður vill ekki einhvern veginn ríða fram með þennan þátt og segja eitthvað svona: „Í fyrsta skipti á Íslandi“ eða yfirpeppa hann, því þetta er vissulega bara léttmeti. En þetta er svona viðtalsþáttur þar sem ég fer og spjalla við fólk og það sem við erum að bralla á meðan er svona eitthvað, hugmyndin var að ég myndi  banka upp á með verkfæratösku og segja: „Eigum við ekki bara að finna út úr þessu?““ útskýrir Dóri.

Lærði að bera virðingu fyrir iðnaðarmönnum

Í fyrsta þættinum fór Dóri heim til MC Gauta þar sem þeir löguðu hitt og þetta í íbúðinni hans.

„Við gerðum allt frá því að leggja parket og rífa gamalt af og bara fjarlægja fjórar skrúfur úr einhverri innréttingu. Þá vorum við líka orðnir brenndir. Af því að við renndum svolítið blint í sjóinn með þetta og ímyndaðu þér, þú gefur þér bara X mikinn tíma í hverja töku þannig að það var alltaf ljóst að það yrði fúskað á þessum tíma. En það fyrsta sem ég lærði er bara að ég ber svo mikla virðingu fyrir iðnaðarmönnum að geta unnið á meðan maður er ofan í hálsinum á þeim og að hafa fólk að fylgjast með þér vinna,“ segir Dóri.

Dóri segist halda að þeim hafi tekist að búa til eitthvað nýtt í íslensku sjónvarpi og segir að allir séu einhvers konar fúskarar á sínu eigin heimili.

„Það fyndna er að menn sem eru ekkert gjarnir á það að koma í viðtöl eins og Ari Eldjárn hann hringdi í mig og var alveg: „Heyrðu, ég var að sjá þáttinn, ég vil vera í næstu seríu, ég vil að við steypum eitthvað.“ Þá er þetta líka svona að valdefla menn bara svona „heyrðu, ég fer í þáttinn og kýli á þetta“,“ segir hann.

Þá segist Dóri ekki vera hræddur við það að styggja iðnaðarmenn með þættinum.

„Við höldum að þetta muni styrkja þá meira en skaða. Fólk verður gjarnara á að hringja í iðnaðarmenn en mig eftir þessa þætti,“ útskýrir hann.

Viðtalið við Dóra má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

 

 

 

til baka