sun. 26. sept. 2021 17:31
Lovísa Thompson og stöllur heimsækja HK í dag.
Valskonur keyrðu yfir HK í lokin

Valur er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Olísdeild kvenna í handbolta eftir 23:17-útisigur á HK í Kórnum í dag. HK er hinsvegar án stiga.

Liðin voru hnífjöfn framan af og var staðan 3:3 eftir tæpar tíu mínútu. Þá komst HK í 5:3, en Valur svaraði með fjórum mörkum í röð og komst í 7:5. Þá jafnaði HK í 7:7 sem var staðan þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður.

Valskonur vou hinsvegar sterkari það sem eftir lifði hálfleiksins og var með þriggja marka forskot í hálfleik, 12:9.

HK byrjaði seinni hálfleikinn á að minnka muninn í 13:12, en þá kom fínn kafli hjá Val sem kom muninum aftur upp í þrjú mörk, 15:12, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.

HK var ekki líklegt til að jafna eftir það og Valskonur bættu í á lokakaflanum og unnu að lokum sex marka sigur.

Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val m eð níu mörk og Hildigunnur Einarsdóttir skoraði fjögur. Tinna Sól Björgvinsdóttir skoraði fimm fyrir HK og þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir fjögur hvor.

til baka