sun. 26. sept. 2021 17:24
Jón Guđni Fjóluson skorađi í dag og Ari Freyr Skúlason var í sigurliđi.
Skorađi fyrsta deildarmarkiđ fyrir félagiđ

Jón Guđni Fjóluson landsliđsmađur í knattspyrnu skorađi í dag sitt fyrsta mark fyrir Hammarby í sćnsku úrvalsdeildinni.

Jón Guđni kom Hammarby yfir gegn Häcken á útivelli í Gautaborg eftir hálftíma leik. Heimamenn náđu ađ jafna í uppbótartíma fyrri hálfleiks og ţar viđ sat. Hann hefur ţó skorađ fyrir Hammarby áđur en miđvörđurinn reyndi gerđi tvö mörk í leik gegn Basel frá Sviss í umspili Sambandsdeildar Evrópu í síđasta mánuđi.

Jón Guđni, sem kom til Stokkhólmsliđsins frá Brann í Noregi fyrir ţetta tímabil, lék allan leikinn í vörn Hammarby en ţeir Valgeir Lunddal Friđriksson og Oskar Sverrisson sátu á varamannabekk Häcken og komu ekki viđ sögu.

Hammarby er međ 34 stig í sjötta sćti deildarinar en Häcken er međ 25 stig í tíunda sćtinu.

Ari Freyr Skúlason lék allan tímann međ Norrköping sem sigrađi Varberg, 2:1. Norrköping er í fjórđa sćti deildarinnar međ 36 stig, fimm stigum á eftir Malmö og AIK sem eru í öđru og ţriđja sćti.

 

til baka