sun. 26. sept. 2021 18:42
Jón Axel Guđmundsson átti fínan leik.
Jón Axel drjúgur en klikkađi í lokin

Jón Axel Guđmundsson átti góđan leik fyrir Bologna er liđiđ mátti ţola 80:81-tap fyrir Reggiana í A-deild Ítalíu í körfubolta í kvöld.

Jón Axel skorađi átta stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stođsendingar á 23 mínútum. Jón Axel var hinsvegar skúrkurinn í lok leiks ţar sem hann klikkađi á tveimur vítaskotum undir lokin og síđasta skoti leiksins, ţegar hann gat tryggt Bologna sigurinn.

Leikurinn var sá fyrsti í deildinni hjá Bologna á leiktíđinni en Jón Axel kom til Bologna frá Fraport í Ţýskalandi fyrir ţetta tímabil.

til baka