sun. 26. sept. 2021 21:39
Alfons Sampsted og félagar eru komnir á toppinn.
Þriggja stiga forskot eftir sigur í Íslendingaslag

Noregsmeistarar Bodø/Glimt eru með þriggja stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1:0-heimasigur á Vålerenga í kvöld. Bodø/Glimt er með 41 stig eftir 20 leiki.

Erik Botheim skoraði sigurmark Bodø/Glimt á 79. mínútu, en heimamenn voru mun sterkari í leiknum og var sigurinn verðskuldaður.

Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodø/Glimt og Viðar Örn Kjartansson fyrstu 81 mínútuna með Vålerenga. Vålerenga er í níunda sæti með 27 stig.

til baka