sun. 26. sept. 2021 23:04
Lögregla rćđir viđ vitni eftir ađ henni og dyravörđum hafđi međ samstilltu átaki tekist ađ leysa upp hópslagsmál um tíu manns á bryggjunni í Třnsberg, helsta veitinga- og öldurhúsasvćđi miđaldabćjarins í Vestfold og Telemark-fylki.
Sveđjur og slagsmál viđ enduropnun

Engum ofsögum er sagt ađ Norđmenn hafi slett rćkilega úr klaufunum í gćr, en kl. 16:00 ađ norskum tíma laugardaginn 25. september rann sú sögulega stund upp ađ síđustu hömlum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt í Noregi, ţó međ ţeim fyrirvara Bent Hřie heilbrigđisráđherra ađ fólk viđhefđi eđlilega gát og gćtti ađ hreinlćti.

Hrein skálmöld ríkti í höfuđstađnum Ósló ţar sem lögregla skráđi 50 hópslagsmál í dagbók sína á örfáum klukkustundum og 190 verkefni sem mest snerust um ölvun og óspektir á almannafćri og bárust tilkynningar um lögbrot, eignaspjöll, slagsmál og hömlulausa drykkju frá flestum landshornum.

„Lögreglan í Ósló hafđi umtalsvert meira ađ gera í nótt en tíđkađist í allt sumar. Fjöldi fólks var á götunum frá ţví síđdegis á laugardag og langt fram á nótt,“ sagđi Rune Hekkelstrand varđstjóri í samtali viđ norska ríkisútvarpiđ NRK í morgun.

Hópslagsmál í Třnsberg

Mađur var stunginn í fótinn á Řvre Slottsgate og annar hlaut alvarlega höfuđáverka í líkamsárás viđ Stortorget án ţess ađ lögreglu tćkist ađ hafa hendur í hári árásarmanns eđa -manna og bćtir Hekkelstrand varđstjóri ţví viđ ađ nokkur fjöldi fólks hafi veriđ handtekinn međ hnífa, sveđjur og önnur vopn.

Á bryggjunni í Třnsberg, helsta veitinga- og öldurhúsasvćđi ţessa smábćjar um 100 kílómetra suđur af Ósló, svall ungmennum móđur og brutust út hópslagsmál ţeirra í millum sem dyraverđir áttu enga möguleika á ađ knýja til kyrrđar, enda yfir tíu ţátttakendur sem drógu hvergi af sér viđ högg og spörk.

 

 

Fréttamađur NRK var sjónarvottur ađ atburđinum (og reyndar einnig sá sem hér ritar) og kvađ hann dyraverđi hafa lagt eitt ungmennanna í jörđina áđur en lögregla kom á stađinn, stillti til friđar og handtók, ađ sögn Tore Juven varđstjóra, einn pilt sem gista mátti bak viđ rimlana í nótt.

Leiđ yfir fjölda fólks

Ţá voru tólf handteknir í fylkinu Agder í Suđur-Noregi fyrir óspektir og ölvun í mörgum bćjum fylkisins og frá Skien bárust einnig fregnir af hópslagsmálum. Í Bergen, Stavanger og Ţrándheimi mynduđust langar biđrađir viđ dyr öldurhúsa er landinn fagnađi eđlilegri ţjóđfélagsskipan eftir 18 mánuđi af mismiklum lokunum, á tímabili í fyrra og svo aftur í vor mjög miklum. Slík urđu ţrengslin í helstu skemmtistađagötu síđastnefndu borgarinnar ađ fjöldi fólks féll í yfirliđ, samkvćmt Solfrid Lćgdheim, varđstjóra í lögreglu ţar. Alls voru 13 handteknir í fylkinu Ţrćndalögum í gćr og nótt.

„Ég get alveg stađfest ađ ţetta er á pari viđ 16. maí [kvöldiđ fyrir ţjóđhátíđardaginn] eđa gamlárskvöld,“ segir Tatjana Knappen, varđstjóri í vesturumdćmi lögreglunnar, viđ NRK, „sem betur fór komumst viđ gegnum nóttina án alvarlegra uppákoma en ölvunin var gríđarleg og ţá sérstaklega í miđbćnum í Bergen,“ segir Knappen, en ţar slógust ţó fimm eđa sex manns í hópslagsmálum og má einn ţeirra búast viđ kćru fyrir hótanir og ofbeldi í garđ lögregluţjóns.

„Ţetta er ćđislegt“

Abid Raja, menningarmálaráđherra og persónulegur vinur Tom Cruise eftir síđustu Mission Impossible-tökur í Noregi, lék á als oddi ţar sem hann var staddur á barnum Kulturhuset í Ósló og fór ađ sögn NRK mikinn á dansgólfinu ţar. „Ţetta er ćđislegt. Ţessa hefur Noregur beđiđ í 18 mánuđi,“ sagđi ráđherra, „viđ erum tilbúin ađ stíga dans og fá menninguna og hversdagslífiđ aftur. Ég hvet alla til ađ fara í leikhús, bíó, á tónleika og út ađ skemmta sér og notfćra sér ţađ sem er á bođstólum,“ sagđi hann enn fremur.

NRK

VG

ABC Nyheter

til baka