sun. 24. okt. 2021 07:00
Pálína Ósk Hraundal býr í Noregi ásamt Ísaki manni sínum og þremur börnum. Hér eru þau með yngri börnin tvo.
Ekki alltaf auðvelt en vel þess virði

Pálína Ósk Hraun­dal, ferðamála­fræðing­ur og ljós­mynd­ari, býr í Nor­egi með manni sín­um og þrem­ur börn­um. Yngstu börn­in tvö eru tveggja og fjög­urra ára og legg­ur fjöl­skyld­an mikið upp úr því að verja tíma sam­an úti. Hjá þeim snýst úti­ver­an frek­ar um ferðalagið en áfangastaðinn.

„Ég er með mikla ástríðu fyr­ir úti­veru barna. Mín skoðun er sú að við get­um notað nátt­úr­una miklu meira í upp­eldi. Það byrjaði al­veg þegar ég átti Írisi sem er 16 ára. Þannig ég er búin að vera í þessu í mörg ár. Ég lifi al­gjör­lega fyr­ir þetta,“ seg­ir Pálína. Hún seg­ist nota nátt­úr­una mikið í upp­eld­inu og það hafi bara auk­ist þegar yngri börn­in fædd­ust. Fjög­urra ára gam­all son­ur henn­ar er til að mynda á úti­vist­ar­leik­skóla og fer sjaldan inn á leikskólanum. Leikskólabörnin fara í gönguferðir, á gönguskíði, borða nestið sitt yfir báli og nota efnivið frá náttúrunni mikið í leik. 

 

Tjalda í des­em­ber

Það eru bara 24 tím­ar í sóla­rhringn­um hjá Pálínu eins og hjá öðru fólki. Til þess að nýta tím­ann sem best tók hún og Ísak maður­inn henn­ar meðvitaða ákvörðun um að reyna verja meiri tíma úti og þá sér­stak­lega á hinum svo­kallaða úlfa­tíma milli fjög­ur og átta. „Við borðum til dæm­is kvöld­mat­inn stundum úti til að auka við útistundirnar okkar,“ seg­ir Pálína.

 

„Við höf­um verið að tjalda, reynt að gera það einu sinni í mánuði,“ seg­ir Pálína. Þrátt fyr­ir norsku veðrátt­una tjalda þau líka í des­em­ber en Pálína tek­ur fram að þau eigi til rétt­an búnað. „Við bökum okk­ur stundumvöffl­ur yfir báli í þessum ferðum með sérstöku vöfflujárni sem er hannað fyrir bál. Við reynum að gera okkur dagamun og búa til sértaka stemningu í þessum útistundum. Þegar við höfum tækifæri til þess. Oft eru ferðirnar samt miklu einfaldari. Allt eftir því hvert við erum að fara.“

 

„Hvernig get­ur þetta verið svona lítið mál?“ er spurn­ing sem Pálína fær oft. Hún er hrein­skil­in og seg­ir þetta vera vinnu en hún sé vel þess virði. „Þetta er al­veg vinna með svona lít­il börn. En okk­ur finnst þetta bara vera þess virði af því að okk­ur líður rosa­lega vel. Þetta gef­ur okk­ur ofboðslega mikið. Við fáum orku út úr þessu, það er ekki tek­in frá okk­ur orka. Ég myndi aldrei segja að það væri auðvelt að koma tveim­ur börn­um út og gera þetta allt en ég hef aldrei komið inn eft­ir úti­stund og ekki liðið vel.“

 

Útistundir og norrænt útilíf

Í Nor­egi er mik­il áhersla á úti­líf sem lífstíl og segir Pálína að útivistarmenningin í Noregi fyrir fjölskyldur sé ekki endi­lega að berj­ast við að fara á hæsta fjallið held­ur hafa það huggu­legt úti. Þá snýst ekki allt um topp­inn, ferðalagið er það sem skipt­ir máli.

 

Í Noregi upplifir Pálína að það sé mikið í umræðunni að vera jákvæður fyrir ólíku veðri. Norðmenn eru mikið vetrarfólk og gleymir Pálína aldrei þeirri stund þegar hún upplifði fyrsti snjókornin í Noregi og margir í bekknum hennar klöppuðu fyrir því að snjórinn væri kominn.

„Sterk árstíðartengsl er Norðmönnum í blóð borið. Í raun­inni er ekki til neitt sem heit­ir leiðin­legt veður. Við eig­um ekki að tala illa um veður finnst mér,“ seg­ir Pálína og vill að fullorðnir vandi sig að tala um veðrið þegar lítil eyru heyra til. „Ef við fullorðnu erum að pirra okkur á vindi og regni og förum svo inn í leikskólann og byrjum dag barnanna á því að tala neikvætt um veðrið erum við strax búin að móta hugarfar litla fólksins fyrir útiveru dagsins að einhverju leyti.“

 

Hvað finnst ykk­ur fjöl­skyld­unni einna skemmti­leg­ast að gera úti?

„Ég er með Natureplaymom á In­sta­gram og þar hef ég verið að sýna allskon­ar náttúrutengdverk­efni og útistundir. Núna erum við að tína haust­lauf­in og kast­an­íu­hnet­urn­ar svo föndr­um við með það inni. Við för­um út og tín­um efnivið og vinn­um meira með það þegar við kom­um heim. Okk­ur finnst líka æðis­legt að fara í tjald­ferðir og elda mat yfir báli og eiga notalega samveru saman úti.“

Hvað ger­ir það fyr­ir börn­in þín að al­ast svona upp?

„Hreyfi­færni eykst klár­lega. Af því þau eru oft að ganga í ójöfnu und­ur­lagi til dæm­is á mosa inni í skógi, í skógarrótunum, yfir vatn og upp og niður hæðir. Um­hverfis­vit­und og virðing fyrir náttúrunni okkar.”

 

Deil­ir með öðrum

Auk þess að deila hug­sjón­um sín­um á síðunni Natureplaymom á In­sta­gram held­ur Pálína úti In­sta­gram-síðunni og Facebook-síðunni Leik­sam­fé­lagið með átta öðrum mæðrum. Pálína seg­ir að um hug­sjón­arsíðu sé að ræða en sjálf brenn­ur hún fyr­ir úti­veru barna.

Pálína seg­ist alltaf vera að fylgj­ast með inn­blæstri og áhuga­verðu efni tengdu upp­eldi á sam­fé­lags­miðlum. Í fe­brú­ar hafði hún sam­band við átta mæður sem deila áhuga­máli henn­ar og þær fóru af stað með þema­vik­ur um til dæmis bókstafi, náttúruföndur, búnað og nám sem er allstaðar að finna. Í kjöl­farið var In­sta­gram-síðan Leik­sam­fé­lagið til þar sem kon­urn­ar deila efni úr sínu lífi. Sum­ar leggja áherslu á úti­veru en aðrar leggja áherslu á efni á borð við þroska barna, leik, hreyfifærni, samveru og málörvun svo eitt­hvað sé nefnt. „Við vor­um all­ar að fókusera á hvernig við gæt­um gert skemmti­lega hluti í upp­eld­inu sem hafa já­kvæð áhrif,“ seg­ir Pálína um hóp kvenn­anna.

 

Auk Pálínu í Leik­sam­fé­lag­inu eru Sa­bína Stein­unn Hall­dórs­dótt­ir sem legg­ur áherslu á hreyfi­færni í nátt­úr­unni og nú­vit­und. Sól­veig Svavars­dótt­ir legg­ur áherslu á heima­kennslu, hæg­læti og úti­veru. Hall­dóra Krist­ín Bjarna­dótt­ir býr í sveit og sýnir frá hugmyndum að notalegri samveru, náttúruföndri og sveitastemningunni. Hlín Magnús­dótt­ir Njarðvík bend­ir á að nám sé allstaðar í um­hverf­inu okk­ar. Alma Rut legg­ur áherslu á fjöl­skyldu­lífið og allskon­ar ólík­ar hug­mynd­ir sem efla börn í upp­eldi. Sigrún Yrja Klöru­dótt­ir legg­ur áherslu á skynjun og opin efnivið sem leik­föng. Hrefna Páls­dótt­ir legg­ur áherslu á úlfa­tím­ann og ólík­ar hug­mynd­ir hvað hægt sé að gera á þess­um tíma. Guðný Val­borg Guðmunds­dótt­ir legg­ur áhersla á hæg­læti, heima­kennslu og að þora að fara aðrar leiðir en gert er ráð fyr­ir í nú­tíma­sam­fé­lagi.

 

View this post on Instagram

A post shared by Nature 🍃 Senses 🍃 Play 🍃 (@natureplaymom)

 

 

View this post on Instagram

A post shared by Leiksamfélagið (@leiksamfelagid)

 



til baka