mán. 25. okt. 2021 07:00
Ungur aðdáandi plötusnúðsins Kaytrenada hafði heppnina með sér þegar plötusnúðurinn tók eftir honum fyrir utan girðingu þar sem hann var með tónleika - en aðdáandinn var of ungur til að mega koma á tónleikana.
Dyggur aðdáandi fékk verðmætan minjagrip

Margir kannast eflaust við það að hafa einhvern tíma á sínum yngri árum þurft að svekkja sig á því að komast ekki á tónleika eða annað spennandi sökum þess að hafa ekki náð aldri. Það getur verið fúlt, sérstaklega þegar uppáhaldstónlistamaðurinn manns er í bænum.

Ungur ónafngreindur drengur upplifði það á dögunum að plötusnúðurinn Kaytranada var með tónleika í hverfinu hans. Strákurinn ákvað þá að standa við girðingu fyrir utan tónleikahúsið, njóta þess að heyra tónlistina óma út og dansa við hana.

Kaytranada frétti af þessum dygga aðdáanda og ákvað því að koma honum skemmtilega á óvart. Hann áritaði bol frá sér og bað einn af öryggisvörðum tónleikastaðarins að fara með bolinn til stráksins. Strákurinn varð himinlifandi og faðmaði öryggisvörðinn innilega. Ótrúlega skemmtilegt og eflaust ógleymanleg tónleikaupplifun!

View this post on Instagram

A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement)

 

 

til baka