sun. 24. okt. 2021 11:18
Graskerið hefur vakið verðskuldaða athygli.
Grasker í Vesturbænum vekur verðskuldaða athygli

Eitt flottasta grasker sem sést hefur er að finna í Vesturbænum um þessar mundir en myndir af því hafa vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum.

Graskerið hefur verið skorið út með hefðbundnum hætti en er jafnframt með spangir sem er í senn einstaklega frumlegt og afar fyndið.

Snillingarnir á bak við graskerið eru feðginin Þröstur Þór Höskuldsson og Saga Þrastardóttir.

Ljóst er að fólk leggur mikla vinnu og sköpunargleði í útfærslu á graskerum og hvetjum við lesendur til að merkja myndir á Instagram með @matur.a.mbl til að við getum deilt myndunum á okkar miðlum.

til baka