mán. 25. okt. 2021 19:00
Himnasending fyrir fólk með sært hjarta

Ertu í ástarsorg? Ertu nýbúinn að missa einhvern nákominn? Varstu að ganga í gegnum skilnað? Ef þú tengir við eitthvað af þessu þá ætti ættir þú að lesa lengra. 

David Kessler, sem er sérfræðingur í sorg, býður nú upp á frítt námskeið á vefsíðu sinni. Um er að ræða fimm daga námskeið þar sem fólk lærir að tækla sorgina í hjartanu. Á námskeiðinu eru æfingar og góð ráð. Þeir sem þekkja ekki til Kessler þá er hann sér­fræðing­ur í dauðanum og sorg­inni og skrifaði meðal ann­ars met­sölu­bók­ina On Gri­ef and Grieving ásamt Elisa­beth Kübler-Ross heit­inni. Í nýj­ustu bók sinni, Find­ing Me­an­ing – The Sixth Stage of Gri­ef, bein­ir Kessler at­hygl­inni að sjötta stig­inu í sorg­ar­ferl­inu. Hann hafði kom­ist að þeirri niður­stöðu að stig sorg­ar­inn­ar væru fimm en eft­ir að hann missti 21 árs gaml­an son sinn sá hann að það vantaði tölu­vert upp á. Þá skrifaði hann sína nýj­ustu bók sem fjall­ar um að finna sig eft­ir missi.

 

Það eina sem við vit­um þegar við fæðumst er að við mun­um deyja. Þótt þessi setn­ing sé al­ger klisja er samt áhuga­vert að skoða hvað við erum varn­ar­laus þegar dauðinn bank­ar upp á. Fólk veit ekki hvernig það á að haga sér. Þess vegna er gott að lesa bæk­ur eft­ir sér­fræðinga sem hafa stúd­erað hluti eins og dauða og sorg­ar­ferli.

Þótt Find­ing Me­an­ing sé fín lesn­ing fyr­ir fólk í sorg­ar­ferli mæli ég með því að fólk lesi hana þótt það hafi ekki upp­lifað dauðann í sinni svört­ustu mynd. Sorg­ar­ferli get­ur átt sér stað í lífi fólks þótt það hafi ekki misst neinn. Fólk fer í gegn­um sorg­ar­ferli ef það veikist eða ást­vin­ir veikj­ast, líka þegar fólk fer í gegn­um hjóna­skilnað eða miss­ir vinn­una. Sorg­ar­ferli get­ur líka átt sér stað ef líf fólks æxl­ast öðru­vísi en skipu­lagt var þegar grunn­ur­inn var lagður.

https://www.mbl.is/smartland/heilsa/2021/09/08/leitin_ad_ytri_fridi/

 

HÉR getur þú skráð þig á frítt námskeið. 

til baka