þri. 26. okt. 2021 14:00
Alda Björk, Guðni Elísson og Steinunn Sigurðardóttir.
Alda, Guðni og Steinunn skemmtu sér saman

Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir var að senda frá sér nýja bók, Systu megin. Bókin fjallar um utangarðsfólk. Aðalpersóna bókarinnar heitir Systa og býr ein í kjallarakompu við bágar aðstæður en hún ræður sér sjálf. Hún hefur losað sig undan ægivaldi móður sinnar. Það hefur bróðir hennar líka gert þótt þau lifi ólíku lífi. Systa lifir á dósunum sem hún safnar yfir daginn en hún á þó ekki mikið til að moða úr. 

Í tilefni af útkomu bókarinnar fagnaði Steinunn í Máli og menningu þar sem hún las upp úr bók sinni og skemmti sér með gestunum.

til baka