þri. 26. okt. 2021 16:20
Hér má sjá systurnar Britney Spears (t.v.) og Jamie Lynn en sú síðarnefnda hefur nú skrifað bók um ævi sína sem er væntanleg í byrjun næsta árs. Foreldrar systranna hafa fengið harða gagnrýni síðustu mánuði vegna þess hvernig þau fóru með æsku systranna sem báðar voru barnastjörnur.
Skrifar um það sem hún hefði átt að segja

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Í byrjun næsta árs kemur út bókin „Things I should have said“, en það er enginn önnur er litla systir Britney Spears, Jamie Lynn, sem skrifar hana og segir frá ævi sinni.

Í bókinni segir Jamie Lynn frá því að hafa þurft 16 ára gömul að ganga í gegnum helvíti á jörð þegar hún varð óvænt ófrísk. Sakar hún foreldra sína um að hafa þrýst á sig að fara í fóstureyðingu. Jamie segir að fólk úr hennar innsta hring hafi komið inn í herbergið til hennar og reynt að sannfæra hana um að það væri hræðilegt hugmynd að ætla að eiga barn 16 ára gömul. Það myndi enda feril hennar, en Jamie var líkt og Britney systir hennar barnastjarna, þó að hún hafi aldrei náð sama flugi og Britney.

Jamie segir einnig að hún hafi ekki einu sinni mátt segja Britney frá óléttunni. Málið endaði þrátt fyrir allt með því að Jamie eignaðist dóttur sína Maddie, og segir hún að móðir sín, Lynn , hafi ekki getað leynt vonbrigðum sínum með ákvörðun hennar um að eiga Maddie.

Lynn og Jamie, foreldrar Jamie Lynn og Britney hafa fengið mikla og harða gagnrýni á sig síðustu mánuði og ár fyrir það hvernig þau fóru með æsku systranna sem ólust upp í sviðsljósinu.

Ætli þau spyrji sig ekki í dag hvort þetta hafi allt verið þess virði.

Ég er ekki viss.

View this post on Instagram

A post shared by Jamie Lynn Spears (@jamielynnspears)

 

 

til baka