fim. 25. nóv. 2021 23:55
Marko Grilc var ţekkt stćrđ í snjóbrettaheiminum og afar vinsćll á samfélagsmiđlum.
Snjóbrettagođsögn lést í austurrísku ölpunum

Slóveninn Marko Grilc lést í alvarlegu snjóbrettaslysi í Sölden í austurrísku ölpunum í gćr. Ţetta tilkynntu hans helstu styrktarađilar, GoPro og Burton, á samfélagsmiđlum sínum í kvöld.

Grilc, sem var 38 ára gamall og var ţekkt stćrđ í snjóbrettaheiminum, lést eftir ađ hafa falliđ međ höfuđiđ á stein sem var ţakinn í snjó en hann var ekki međ hjálm ţegar slysiđ átti sér stađ.

Hann lést samstundis viđ falliđ en Grilc átti ađ baki ellefu ára keppnisferil í snjóbrettaíţróttinni. Hann varđ heimsmeistari í risastökki í London áriđ 2010 og ţá tók hann fjórum sinnum ţátt á X-leikunum frćgu í Aspen í Bandaríkjunum en ađeins fćrustu snjóbrettaiđkendum heims er bođiđ ađ taka ţátt í ţví móti. Hann var einnig margfaldur heims- og Evrópubikarmeistari.

Grilc hćtti keppni áriđ 2013 og hefur síđan ţá einbeitt sér ađ myndbandsgerđ tengdri snjóbrettaíţróttinni en hann var ađ vinna ađ einu slíku ţegar hann lést í gćr.

„Ţađ er međ sorg í hjarta sem viđ tilkynnum ykkur ađ vinur okkur og liđsfélagi, Marko Grilc, lést í snjóbrettaslysi í gćr,“ sagđi međal annars á Twitter-síđu snjóbrettaframleiđandans Burtons.

Grilc lćtur eftir sig eiginkonu, Ninu Grilc, og tvö ung börn en hún á von á ţeirra ţriđja barni. Fjölskyldan var mjög virk á samfélagsmiđlinum Instagram og birti reglulega myndbönd af sér í fjallinu en börnin ţeirra tvö eru mjög efnilegir snjóbrettaiđkendur, ţrátt fyrir ungan aldur.

View this post on Instagram

A post shared by Marko Grilc (@grilo)

 

 

til baka