sun. 2. okt. 2022 11:21
Hörð mótmæli hafa geisað í Íran.
Minnst 92 hafa látið lífið í Íran

Á síðustu tveimur vikum hafa að minnsta kosti 92 eintaklingar látið lífið í Íran, en hörð mótmæli hafa geisað þar í landinu vegna dauða Masha Amini.

Samtökin Íran mannréttindi (e. Iran Human Rights (IHR)) greina frá þessum tölum.

Am­ini bar höfuðslæðu sína á rang­an hátt að mati siðgæðis­lög­regl­unn­ar í Íran og var í kjöl­farið beitt harðræði við hand­töku sem varð til þess að hún lét lífið.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/09/24/harka_faerist_i_atokin_i_iran/

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/09/22/akvedin_feminisk_bylting_i_iran/ 

 

til baka