sun. 2. okt. 2022 13:12
Páfinn fer með bænina.
Páfinn beindi orðum sínum til Pútíns

Frans páfi harmar ákvörðun Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta um að skrifa undir sáttmála sem kvað á um innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland.

Biðlaði hann til rússneska forsetans að binda enda á stríðið og hvatti hann Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, sömuleiðis til þess að vera opinn fyrir friðarviðræðum. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/05/03/pafinn_vill_hitta_putin/

Þá hvatti hann einnig alþjóðasamfélagið til þess að gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að binda enda á stríðið án þess þó að láta draga sig inn í hættulegar aðstæður.

Þetta er í fysta sinn sem páfinn beinir orðum sínum til Pútín opinberlega frá því að stríðið hófst í febrúar.

 

 

 

til baka