sun. 2. okt. 2022 18:55
Miðjuhægriflokkur Boyko Borisovs leiðir þingkosningar í Búlgaríu.
Flokkur Borisovs leiðir í Búlgaríu

Miðjuhægriflokkur Boyko Borisovs, fyrrum forsætisráðherra Búlgaríu, leiðir þingkosningar þar í landi með 24,6% fylgi samkvæmt útgönguspám. Flokkur Kiril Petkov, fyrrum forsætisráðherra, fylgir fast á eftir með 18,9%.

Búlgarar gengu til þingkosninga í dag. Borisov hefur þrisvar leitt ríkisstjórn í Búlgaríu en sagði af sér í fyrra vegna spillingarmála.

Fráfarandi forsætisráðherra er Kiril Petkov og stóð ríkisstjórn hans saman af fjórum flokkum, sem hrökkluðust frá völdum eftir tæplega sjö mánaða stjórnarsetu eftir vantrauststillögu sem samþykkt var á þinginu.

til baka