mán. 3. okt. 2022 07:38
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráđherra.
Segir Jón Baldvin haga sér eins og rándýr

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráđherra og formađur Samfylkingarinnar, segist hafa beđiđ Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráđherra, um ađ segja sig frá heiđurssćti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir ţingkosningarnar voriđ 2007 eftir ađ hafa fengiđ vitneskju um mál ţar sem Jón Baldvin var sakađur um kynferđisbrot.

„Hann varđ viđ ţessari ósk minni en í stađ ţess ađ láta ţar viđ sitja og sýna svolitla iđrun og hugarangur vegna framferđis síns fór hann rakleiđis í Silfur Egils og vćldi yfir ţví ađ ég hefđi hafnađ honum í heiđurssćtiđ á pólitískum forsendum. Ţetta gerđi hann vitandi ađ ég gćti aldrei sagt opinberlega hver var hin raunverulega ástćđa fyrir ţví ađ ég vildi hann ekki í heiđurssćtiđ. Ţađ var svo ekki fyrr en 5 árum síđar, ţegar Guđrún Harđardóttir steig fram, sem ástćđan varđ heyrinkunn,“ skrifar Ingibjörg Sólrún í Facebook-fćrslu sinni.

Tilefniđ er grein sem birtist í Stundinni um dagbókarfćrslur Ţóru Hreinsdóttur frá árinu 1970. Hún var ţá 15 ára nemandi Jóns Baldvins í Melaskóla og rćđir ţar um meint brot hans gagnvart henni.

 

 

Ljótur og ójafn leikur

Ingibjörg Sólrún segist hafa lesiđ aftur „allar ţćr 23 sögur sem safnađ hefur veriđ saman af kynferđisbrotum og áreiti JBH á áratuga tímabili“. Í ljós hafi komiđ ákveđiđ munstur ţar sem hann hafi hagađ sér eins og rándýr sem velji bráđ sína af kostgćfni.

„Ţetta er lýsing á ótrúlega ljótum og ójöfnum leik ţar sem kennarinn, skólameistarinn, ráđherrann og sendiherrann misbeitir valdi sínu og sćkir ađ unglingsstúlkum,“ skrifar hún og spyr í framhaldinu hvort ekki sé nóg komiđ.

 

„Aldrei viđurkennt misgjörđir sínar“

„Ég skrifa ţetta vegna ţess ađ Jón Baldvin Hannibalsson hefur aldrei viđurkennt misgjörđir sínar og enn láta margir ţćr sér í léttu rúmi liggja af ţví ţeim finnst JBH hafa lagt svo margt af mörkum í íslenskri pólitík. Ţađ kemur ţessu máli hins vegar ekkert viđ og menn komast aldrei fram hjá ţeirri stađreynd ađ ţann orđstír sem JBH ávann sér á hinum pólitíska vettvangi hefur hann sjálfur lítilsvirt međ ţví ađ misbeita ţví valdi sem honum var faliđ gagnvart fjölmörgum unglingsstúlkum og konum. Ţar er ekki öđrum um ađ kenna,“ skrifar Ingibjörg Sólrún og ţakkar Valgerđi Ţorsteinsdóttur, dóttur Ţóru, fyrir ađ birta dagbókarfćrsluna.

Einnig ţakkar hún tónlistarmanninum Bjarna Frímanni Bjarnasyni fyrir ađ sýna kjark međ ţví ađ greina frá ţví opinberlega ađ fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi brotiđ á honum kynferđislega.

segir

 

til baka