mán. 3. okt. 2022 08:40
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins.
Þrír góðir sigrar á alþjóðlegu móti

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir handleiðslu Þóris Hergeirssonar, stóð uppi sem sigurvegari í Gulldeildinni, alþjóðlegu móti í Danmörku um helgina, þar sem heimakonur í Danmörku, Holland og Sviss voru einnig á meðal þátttökuþjóða.

Noregur byrjaði á 39:22-stórsigri gegn Sviss á fimmtudag, vann svo öruggan 27:19-sigur á Hollandi á laugardag og vann loks Danmörku með naumindum, 29:27, í gær.

Holland hafnaði í öðru sæti á mótinu, Danmörk í því þriðja og Sviss rak lestina í því fjórða.

Öll fjögur liðin undirbúa sig nú af krafti fyrir EM 2022, sem hefst í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi eftir rétt rúman mánuð.

til baka