mán. 3. okt. 2022 09:15
Sigurđur Örn Ragnarsson fagnar eftir ađ hann kom í mark í gćr.
Sigurđur vann járnmanninn í Barcelona

Hin árlega járnmannskeppni í Barcelona fór fram í gćr og ţar gerđi Sigurđur Örn Ragnarsson úr Breiđabliki sér lítiđ fyrir og vann heildarkeppnina. Var hann ađ taka ţátt í heilum járnmanni í fyrsta sinn.

Syntir voru 3,8 kílómetrar í sjónum fyrir utan Calella, ţví nćst hjólađ međ ströndinni í átt ađ Barcelona og til baka og sú leiđ farin tvisvar, samtals 180 kílómetrar. Ađ lokum var svo hlaupinn rúmlega 10 kílómetra hringur fjórum sinnum til ţess ađ hćgt vćri ađ ljúka ţrautinni í maraţonhlaupi. 

Sigurđur Örn vann heildarkeppnina á tímanum 8 klukkutímar, 42 mínútur og 1 sekúnda og var rúmum sex mínútum á undan nćsta manni. Alls tóku 1610 karlar ţátt í keppninni ađ ţessu sinni.

Sigurđur synti á tímanum 49:40, hjólađi á tímanum 4:30:10 og hljóp maraţoniđ á tímanum 3:14:15. Ţetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sigrar heildarkeppni í Ironman og árangurinn veitir honum jafnframt ţátttökurétt í sínum aldursflokki á heimsmeistaramótinu í Ironman sem fer fram á Hawaii í október á nćsta ári.

Ţetta var fyrsta járnmannskeppni Sigurđar en hann hefur oft áđur keppt í hálfum járnmanni og haft yfirburđi í ţríţrautarkeppnum hér á landi.

til baka