mán. 3. okt. 2022 09:30
Ásgerđur Stefanía Baldursdóttir fagnar marki í leik međ Val.
Kveđur fótboltann sem sú fjórđa leikjahćsta

Tveir af reyndustu leikmönnum Íslands- og bikarmeistara Vals í knattspyrnu í kvennaflokki hafa ákveđiđ ađ leggja skóna á hilluna.

Elín Metta Jensen skýrđi frá ţví í gćrkvöldi ađ hún vćri hćtt eins og fram kom í morgun hér á mbl.is og Ásgerđur Stefanía Baldursdóttir hefur einnig ákveđiđ ađ láta gott heita en hún stađfesti ţađ í viđtali viđ Stöđ2 Sport eftir ađ Valskonur tóku viđ Íslandsbikarnum á laugardaginn.

Elín Metta

Ásgerđur er 35 ára gömul og var ađ ljúka sínu nítjánda tímabili í meistaraflokki en hún kveđur sem fjórđa leikjahćsta konan í sögu efstu deildar kvenna hér á landi. Samtals spilađi hún 262 leiki í deildinni, einn fyrir uppeldisfélagiđ Breiđablik, síđan 218 fyrir Stjörnuna og nú loks 43 leiki fyrir Val ţar sem hún hefur spilađ frá árinu 2019. Ađeins Sandra Sigurđardóttir, Dóra María Lárusdóttir og Málfríđur Erna Sigurđardóttir hafa leikiđ fleiri leiki í deildinni en hún.

 

Ásgerđur var í lykilhlutverki á mesta sigurskeiđi Stjörnunnar sem vann alla stóru titla sína í sögunni međ hana á miđjunni. Hún varđ fjórum sinnum Íslandsmeistari og ţrisvar bikarmeistari međ liđinu á árunum 2011 til 2016. Eftir komuna í Val hefur Ásgerđur orđiđ ţrisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. 

Hún lék 10 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og spilađi auk ţess fimm leiki međ Kristianstad í sćnsku úrvalsdeildinni voriđ 2015, í láni frá Stjörnunni, áđur en tímabiliđ á Íslandi hófst.

til baka