mán. 3. okt. 2022 12:38
Jasmín Erla Ingadóttir lék frábćrlega fyrir Stjörnuna á tímabilinu.
Jasmín inn í stađ Elínar

Jasmín Erla Ingadóttir, markahćsti leikmađur Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á nýafstöđnu tímabili, hefur veriđ kölluđ inn í A-landsliđiđ fyrir umspil um laust sćti á HM 2023 í nćstu viku.

Kemur Jasmín Erla, sem skorađi 11 mörk í 18 leikjum fyrir Stjörnuna í sumar, inn í leikmannahópinn fyrir Elínu Mettu Jensen, sem tilkynnti í gćr ađ hún vćri búin ađ leggja skóna á hilluna.

Elín Metta var valin í upphaflega hópinn en hefur ákveđiđ ađ láta stađar numiđ ţegar í stađ og tekur ţví ekki ţátt í landsliđsverkefninu mikilvćga sem fram undan er.

Ísland mćtir annađ hvort Belgíu eđa Portúgal ytra ţann 9. október nćstkomandi, en mótherjinn kemur í ljós annađ kvöld ţegar Belgía og Portúgal mćtast.

Jasmín Erla, sem er 24 ára gömul og leikur sem sóknartengiliđur eđa sóknarmađur, hefur ekki leikiđ A-landsleik en á ađ baki 23 landsleiki fyrir yngri landsliđ Íslands, ţar sem hún skorađi tvö mörk.

Hún hefur skorađ 28 mörk í 110 leikjum međ Stjörnunni, FH og Fylki í efstu deild hér á landi.

til baka