lau. 26. nóv. 2022 10:38
Marcus Smart og félagar í Boston Celtics eru að gera góða hluti.
Toppliðið á miklu flugi

Boston Celtics, topplið Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum, vann sinn ellefta leik í síðustu tólf er liðið vann sannfærandi 122:104-heimasigur á Sacramento Kings í nótt.

Kayson Tatum og Jaylen Brown hafa átt mjög gott tímabil og gerði Tatum 30 stig og Brown 25. De‘Aron Fox skoraði 20 fyrir Sacramento. Boston er með besta árangur allra liða í NBA; með 15 sigra og fjögur töp.

Milwaukee Bucks vann 117:102-sigur í einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti í Milwaukee. Giannis Antetokounmpo lét vel af sér kveða hjá Milwaukee að vanda og skoraði 38 stig og tók 9 fráköst. Donovan Mitchell gerði 29 fyrir Cleveland.

 

Í Vesturdeildinni er Phoenix Suns á toppnum og hafði liðið betur gegn Detroit Pistons á heimavelli, 108:102. Deandre Ayton skoraði 28 stig og tók 12 fráköst fyrir Phoenix og Bojan Bodgdanovic skoraði 19 stig fyrir Detroit.

Denver Nuggets er í öðru sæti vesturmegin og gerði liðið góða ferð til Los Angeles og vann LA Clippers, 114:104. Aaron Gordon skoraði 29 stig fyrir Denver og John Wall 23 fyrir Clipprs.

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:
Charlotte Hornets – Minnesota Timberwolves 110:108
Orlando Magic – Philadelphia 76ers 99:107
New York Knicks – Portland Trail Blazers 129:132
Boston Celtics – Sacramento Kings 122:104
Houston Rockets – Atlanta Hawks 128:122
Indiana Pacers – Brooklyn Nets 128:117
Memphis Grizzlies – New Orleans Pelicans 132:111
Miami Heat – Washington Wizards 110:107
Milwaukee Bucks – Cleveland Cavaliers 117:102
Oklahoma City Thunder – Chicago Bulls 123:119
San Antonio Spurs – Los Angeles Lakers 94:105
Phoenix Suns – Detroit Pistons 108:102
Golden State Warriors – Utah Jazz 129:118
Los Angeles Clippers – Denver Nuggets 104:114.

til baka