lau. 26. nóv. 2022 11:24
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er úr leik eftir tvo hringi.
Úr leik þrátt fyrir bætta spilamennsku

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst er úr leik eftir tvo hringi á Joburg Open-mótinu í Suður-Afríku. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og er það fyrsta á nýju tímabili. Guðmundur tryggði sér á dögunum fullan keppnisrétt á mótaröðinni, annar Íslendinga.

Guðmundur náði sér alls ekki á strik á fyrsta hring og lék þá á 77 höggum. Hann var mun betri á öðrum hring, bætti sig um sex högg, og lauk leik á samtals sex höggum undir pari.

Hann endaði í 140. sæti, ásamt nokkrum öðrum kylfingum, og var töluvert frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Englendingurinn Dan Bradbury og heimamaðurinn Casey Jarvis eru efstir á fimmtán höggum undir pari.

Íslenski kylfingurinn fékk fimm fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á öðrum hringnum. Guðmundur og aðrir kylfingar mótsins hafa þurft að vera þolinmóðir, þar sem búið er að stöðva keppni á mótinu, oftar en einu sinni, vegna þrumuveðurs.

til baka