fös. 27. jan. 2023 15:00
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Sólarvörnin ver húðina ekki bara gegn sólinni

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir mikilvægt að nota sólarvörn allan ársins kring, líka á veturna. Hún ræddi um mikilvægi sólarvarnar, og um áhrif frostsins og hitasveiflanna, sem hafa herjað á landsmenn upp á síðkastið, á húðina.

 

 

Sólarvörn er húðvörn

„Ef þið eruð í útivist á veturna. Alltaf sólarvörn. Það er besta vörnin,“ sagði Jenna. „Þá er það bara húðvörn. Þú ert að verja þig gegn frosti og roki. Sólavörn er í rauninni húðvörn, ekki bara gegn sólinni,“ sagði Jenna.

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér. 

 

 

Jenna segir þetta mikla frost sem hefur komið og farið upp á síðkastið, hafa farið illa í húðina á fólki. 

„Núna í þessari tíð, þar sem við erum að horfa á mínus 20 í frosti, og ofboðslega þurrtloft. Þá er þetta tímabil sem hefur reynst húðsjúklingum verulega erfitt,“ segir Jenna Huld.

Þurfum öðruvísi raka á sumrin

„Við þurfum öðruvísi raka á sumrin en á veturna. Við þurfum að hafa meira djúsí krem á okkur á veturna,“ sagði hún.

„Ef við tölum um rakakrem almennt erum við með eitthvað frá því sem heitir smyrsli. Það er eins og vaselín, sem allir þekkja. Sem er bara 100% fita. Í svoleiðis þarf ekki nein rotvarnarefni. Það myglar ekki. En það er náttúrulega ofboðslega erfitt að bera á sig svona ofboðslega feitt,“ sagði hún.

Það getur þó hentað vel fyrir þá sem eru gjarnir að fá exem, segir Jenna.

„Svo erum við komin í kremin, þau eru hvít á litin. Þá erum við komin með vatn. Það getur alveg farið í að það séu örfáar prósentur af vatni og alveg upp í 80%. Þessi sem eru með mikið vatn fara mjög fljótt í húðina en þau gefa ekki nærri því jafn mikinn raka og smyrslin,“ lýsir Jenna.

Sjáðu viðtalið við Jennu í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.

 

til baka