fös. 27. jan. 2023 14:30
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, ætlar til Lanzarote í sumar.
Lanzarote heitasti staðurinn í ár

Þór­unn Reyn­is­dótt­ir, for­stjóri Úrval Útsýn, seg­ir að Kana­ríeyj­an Lanzarote verði heit­asti áfangastaður­inn í sum­ar. Hún finn­ur fyr­ir því að það er vin­sælla en áður að öll stór­fjöl­skyld­an fari sam­an í sum­ar­frí og þá er gott að bóka gist­ingu og flug með góðum fyr­ir­vara. 

„Ég held að nýi staður­inn okk­ar Lanzarote sem við erum að fljúga beint til verði mjög vin­sæll. Hann mun hægt og ró­lega taka við af Tene þegar fólk er búið að prófa að koma þangað,” seg­ir Þór­unn spurð út í hvað verði vin­sælt í sum­ar. 

Öðru­vísi en hinar eyj­arn­ar

Menn­ing­in og lands­lagið á Lanzarote er meðal ann­ars það sem ger­ir eyj­una öðru­vísi en hinar Kana­ríeyj­arn­ar að sögn Þór­unn­ar. „Það eru marg­ir sem hafa komið á eig­in veg­um en núna erum við að fljúga beint. Það er margt áhuga­vert í boði í afþreyingu, fjöldi góðra veitingastaða, að skoða vín­ekr­urn­ar og er þjóðgarður­inn Timan­faya þannig það er mikið að skoða,“ seg­ir hún. 

„Það hef­ur ekki verið boðið upp á beint flug til Lanzarote í mörg ár, það var gert fyr­ir fjölda­mörg­um árum síðan. Við telj­um að þetta sé mjög góður staður fyr­ir Íslend­inga og við erum að end­ur­vekja hann. Gist­ing­arn­ar og öll aðstaða er al­gjör­lega til fyr­ir­mynd­ar. Ég mæli ein­dregið að Íslend­ing­ar prófi að fara þangað í staðinn fyr­ir aft­ur á Tene. Fyr­ir fjöl­skyld­ur er þetta ekki spurn­ing. Þetta er ekki stórt svæði og þægi­legt að vera á.“

 

 

Ítal­ía alltaf vin­sæl

Þór­unn seg­ir að Ítal­ía verði einnig áfram vin­sæl. „Við fljúg­um til Verona viku­lega og erum með gist­ingu í kring­um Garda­vatnið. Það er mjög þægi­legt að fara í gegn­um þann flug­völl og stutt í all­ar átt­ir. Þar erum við að selja flug og gist­ingu og þú leigir þér bíla­leigu­bíl og ert frjáls á því svæði. Það er heil­mikið að skoða og njóta. Þarna er Gardvatnið og fullt af smá­bæj­um í kring sem vert er að skoða,“ seg­ir hún. 

„Það er jafn­vel hægt að keyra upp til Madonna þar sem skíðafólkið okk­ar er núna að njóta sín, það er einnig dá­sam­legt að skoða þetta svæðið að sumri. Á sumr­in í Madonna er hægt að ganga og njóta menn­ing­ar og um­hverf­is­ins. Við höf­um verið með tvo staði á vet­urna í tengsl­um við skíðin okk­ar það eru Madonna og Pinzolo. Ég var þarna sjálf í lok ág­úst. Það er dá­sam­legt að vera þarna, lofts­lagið er gott aðeins kaldara en gott íslenskt sumarveður. Ég mæli ein­dregið með að prufa að fara þangað líka og hreyfa sig svo­lítið. Þetta er al­veg jafn lif­andi á sumr­in og á vet­urna.“

 

Ætlar til Lanzarote og Portúgal

Þór­unn seg­ir fólk vera að leita að svipaðri upp­lif­un þegar það fer í sól­ina á sumr­in og á vet­urna. „Á sumr­in eru það meira stór­fjöl­skyld­urn­ar að fara sam­an. Þá reyn­ir á að fólk bóki tím­an­lega til að fá gist­ingu fyr­ir alla af því það er tak­markað magn af stór­um gist­ing­um á þess­um svæðum. Fólk vill al­mennt vera á góðum stöðum þar sem er góð þjón­usta og líf­legt um­hverfi og allt fyr­ir alla fyr­ir fjöl­skyldu og vini,“ seg­ir hún. Þór­unn seg­ir mik­ill kost­ur í því að kaupa pakka­ferð þar þú veist nákvæmlega hvað er innifalið þegar á að fara í góða ferð á sumr­in. Hún bend­ir á að það safn­ast auðveld­lega upp kostnaður­inn þegar aðeins er bókað flug þar sem ekkert er innifalið vanti handfarangur og töskur. Far­ar­stjór­inn og þjónusta ferðaskrifstofunnar er einnig mik­il­væg­ur ör­ygg­isþátt­ur alla leið.

Eru aðrir staðir sem eiga mikið inni?

„Portúgal! Við höf­um verið að fljúga til Faro, Al­gar­ve og Al­bu­feira. Ég tel þann stað eiga mikið inni. Ég tel að fólk eigi að skoða þann stað vel. Þar er þægi­legt að vera og áhuga­vert að koma,” seg­ir Þór­unn. 

Hvað ætl­ar þú að gera í sum­ar?

„Ég fer ör­ugg­lega til Lanzarote og Algarve. Ég held að skemmti­leg­asta fólkið verði á Lanzarote og Portúgal í sumar. Ég held að það verði heit­ustu staðirn­ir og bara skemmti­leg­heit á þeim stöðum,“ seg­ir Þór­unn spennt fyr­ir sumr­inu. 

 

til baka