fös. 27. jan. 2023 21:00
Falleg og mjúk litapalletta er ríkjandi í þessari sætu íbúð við Hraunteig.
59 fm krúttíbúð í Laugardalnum

Litlar íbúðir eru eftirsóttar en það eru kannski ekki allar eins sniðuglega innréttaðar og þessi sem er við Hraunteig í Reykjavík.

Um er að ræða 59 fm íbúð í húsi sem byggt var 1950.

Hugvitið var notað þegar hvítri eldhúsinnréttingu var komið fyrir en eldhús og stofa flæða saman í eitt. Í eldhúsinu eru borðplötur úr við og hvítar glansandi flísar með hvítri fúgu.

Í eldhúsinu eru opnar hillur með sniðugri lýsingu. Stofan er máluð í ljósum ferskjulit en eldhúsið er málað í mildum brúnum lit en þessir tveir litir spila vel saman. Gólf eru parketlögð og í forstofunni eru svartar og hvítar flísar. Heildarmyndin á íbúðinni er skemmtileg.

Af fasteignavef mbl.is: Hraunteigur 23

til baka