sun. 29. jan. 2023 14:38
Jón Þór Víglundsson starfaði um árabil sem tökumaður og því er aðgengi ljósmyndara og tökumanna að vettvangi frétta honum nærri. Hann starfar í dag sem upplýsingafulltrúi.
Björgunarsveitir fylgi ákvörðunum lögreglu

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fyrrverandi tökumaður, segir björgunarsveitarfólk alltaf fylgja fyrirmælum lögreglu á slysstöðum og hafi því lítið að segja um hver aðkoma þeirra sé að vettvangi á hverjum tíma.

„Við höfum ekki vald til þess að taka ákvörðun, hvorki af eða á þar um. Það er stefna félagsins að eiga í sem bestum samskiptum við fjölmiðla er en samkvæmt reglum um leit og björgun þá ber okkur að starfa undir stjórn lögreglu,“ segir Jón í samtali við mbl.is

asdasd

Ákvörðunin alltaf lögreglu

Hann ítrekar að það sé alltaf lögreglu að meta og ákveða hvort loka eigi tilteknum svæðum og hvers konar undantekningar eigi að gera á þeim lokunum.

Fjórir reyndir blaðaljósmyndarar voru til viðtals í Sunnudagsmogganum en þar lýstu þeir þróun í átt að takmarkaðra aðgengi blaðaljósmyndara að hamfarasvæðum, slysstöðum og fleiri markverðum atburðum.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagðist í viðtali í gær hissa á þessum lýsingum blaðamann og að deildin legði mikið upp úr því að hafa sem best samband við fjölmiðla.

asdsad

Landsbjörg fús til að hjálpa til ef þess er óskað

Víðir tók und­ir það með ljós­mynd­ur­un­um um að þeirra hlut­verk sé að fanga sög­una en minn­ir á að það sé að end­ingu alltaf hlut­verk lög­reglu­stjóra í hverju um­dæmi að taka end­an­leg­ar ákv­arðanir um lok­an­ir.

Sagðist hann þessar lýsingar fjórmenninganna tilefni til fundar með Blaðamannfélagi Íslands en kannaðist ekki við þá þróun sem ljósmyndararnir lýstu.

Jón Þór segir að ef almannavarnir og BÍ óski eftir aðkomu Landsbjargar að þessum fundum sé það sjálfsagt og að félagið vilji hér eftir sem hingað til eiga í sem bestu sambandi við fjölmiðla.

til baka