Á sjöunda tímanum í morgun var lögreglan kölluđ ađ húsi í Ţingholtunum í Reykjavík. Ţađan hafđi borist kvörtun um hávađa og háreysti frá íbúđ í húsinu. Ţegar lögregla kom á stađinn reyndust ţrír menn vera í íbúđinni. Einn ţeirra var međvitundarlaus og međ litlum lífsmörkum.
Sjúkrabíll var ţegar í stađ kallađur til. Lögregla hóf strax endurlífgun sem hélt áfram ţegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Stuttu seinna var mađurinn úrskurđađur látinn á bráđamóttöku Landspítalans, ađ ţví er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Tveir menn voru handteknir á stađnum og fluttir í fangageymslu. Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Lögreglan mun ekki tjá sig meira um máliđ ađ svo stöddu.