þri. 5. des. 2023 15:44
Dráttarbáturinn Dragon dró Veru D til viðgerðar í Hollandi.
Vera D komin úr Viðgerð

Flutningaskipið Vera D er að nýju komið í þjónustu Eimskipafélags Íslands, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins. Skipið skemmdist þegar það tók niðri við Akurey í september sl. og var það dregið utan þar sem viðgerð fór fram.

Vera D fer á bláu leiðina eins og áður en þá er siglt frá Reykjavik til Rotterdam og Bremerhaven. En skipið, sem er 17.188 brúttótonna gámaskip, tók niðri við Akurey um þrjúleytið hinn 10. september þegar skipið var á leið að Sundabakka í Sundahöfn.

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2023/09/12/vera_d_kyrrsett_eftir_atvikid_vid_akurey/

Kafarar könnuðu skemmdir þegar skipið var komið í Sundahöfn. Reyndust þær vera það miklar að ljóst var að Vera D gat ekki siglt utan fyrir eigin vélarafli.

Nánar má lesa í Morgunblaðinu í dag.

til baka