fös. 1. mars 2024 18:33
Mikil spenna ríkir fyrir bókinni.
One Tree Hill-leikkona flúði sértrúarsöfnuð

Bandaríska leikkonan Bethany Joy Lenz segir frá því í væntanlegri ævisögu sinni að hún hafi eytt tíu árum í sértrúarsöfnuði. Bókin, titluð Dinner for Vampires, mun segja frá lífi Lenz, sem gerði garðinn frægan í unglingaþáttaröðinni One Tree Hill. Hún fjallar meðal annars um bernskuár sín, lífið í Hollywood og árin sem meðlimur sértrúarsöfnuðarins The Big House Family.

Lenz, 42 ára, segir í viðtali við tímaritið People að hún hafi undirgengist sálfræðimeðferð síðastliðin tíu ár og sé nú loksins tilbúin að opna sig og segja frá lífi sínu. Leikkonan hefur farið ólíkar leiðir og upplifað margt. 

Vildi bara tilheyra

Lenz, sem er einkabarn, þráði ekkert heitara en að tilheyra hópi eða samfélagi. Hún segist hafa fundið öruggt skjól innan biblíuhóps. Í hópnum sem reyndist vera sértrúarsöfnuður voru kunnugleg andlit úr skemmtanaiðnaðinum að sögn Lenz. „Í byrjun var þetta jákvæð upplifun en andrúmsloftið breyttist fljótt. Þetta snerist bara um valdabrask, niðurbrot og ofbeldi,” útskýrði leikkonan. 

Lenz segir hópinn hafa heilaþvegið sig og stjórnað sér, en fljótlega flutti leikkonan á sérstakt svæði sértrúarsöfnuðarins. Það var þá sem æðsti meðlimur söfnuðarins sannfærði Lenz um að ganga í hjónaband með einum af sonum hans. Lenz giftist Michael Galeotti í árslok 2005 og eignuðust þau barn sex árum seinna.

Leikkonan losnaði úr prísundinni árið 2012, en það var dóttir hennar sem veitti henni kjark til að forða þeim mæðgum úr aðstæðunum.

View this post on Instagram

A post shared by Bethany Joy Lenz (@msbethanyjoylenz)

 

 

til baka