lau. 2. mars 2024 23:09
Þátttaka Palestínumannsins Bashar Murad í Söngvakeppninni hefur vakið heimsathygli og hefur Ísland skotist upp í veðbönkum fyrir vikið.
Twitter: „Hvar er Auddi Blö?“

Sigur Heru Bjarkar í Söngvakeppni sjónvarpsins virðist ekki leggjast vel í netverja ef marka má þau tíst sem birtust á samfélagsmiðlinum X í kvöld eftir að úrslitin voru kunngjörð.

Hera Björk, sem flutti lagið Scared of Heig­hts, hafði betur gegn Palestínumanninu Bashar Murad, sem flutti lagið Wild West. Hafði honum verið spáð sigri í íslensku keppninni á ýmsum veðmálasíðum.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/03/02/hera_bjork_er_sigurvegari_songvakeppninnar/

Margir voru fljótir að tjá sig um úrslitin eftir að sigurvegarinn var tilkynntur. Ljósmyndarinn Árni Torfason skrifar færslu á X, áður Twitter, þar sem hann kallar íslensku þjóðina heimska og misheppnaða fyrir vikið.

 

Ekki voru allir ósáttir. Heiðar Austmann, útvarpsmaður á K100, hrósaði flutningi Heru Bjarkar en kom með ábendingar. 

 

Mosfellingurinn Arnar Þór spyr hvar Auðunn Blöndal sé. Vitnar hann þar í þáttaseríuna Tekinn, sennilega í von um að úrslitin séu ekkert nema eintómt gabb.

 

Aðrir telja Bashar hafa verið með betra lag.

 

 

 

 

 

 

 

 




til baka