sun. 3. mars 2024 08:12
Raye kom, sá og sigraði.
Raye sópaði til sín Brit-verðlaunum

Breska söngkonan Raye sópaði til sín Brit-verðlaunum og setti nýtt met í að vinna flest verðlaun á einu ári. 

Raye er 26 ára gömul og vann alls sex verðlaun á Brit sem fóru fram í Lundúnum í gærkvöldi, þar á meðal besti listamaðurinn, besta R&B atriðið, besti nýji flytjandinn, lag ársins fyrir lagið Escapism og plötu ársins fyrir My 21st Century Blues

Þá var búið að tilkynna að hún fengi verðlaunin sem besti lagahöfundur ársins 2023 og er hún fyrsta konan til þess að hljóta þau verðlaun. 

 

Áður höfðu Blur, Adele og Harry Styles fengið fjögur verðlaun á einu kvöldi. 

Kylie Minogue heiðruð

„Hvað er í alvörunni að gerast núna?“ sagði Raye í einni af þakkarræðunum. 

„Listamaðurinn sem ég var fyrir þremur árum myndi ekki trúa því sem hún er að sjá núna. Ég er við stjórn, ég er minn eigin yfirmaður núna.“

Áður en verðlaunahátíðin fór fram var Raye þegar búin að skrá sig í sögubækurnar þar sem hún var tilnefnd til sjö verðlauna.

Dua Lipa fékk verðlaunin fyrir besta pop atriðið og ástralska söngkonan Kylie Minogue var heiðruð.

 

 

Minogue, Dua Lipa voru með atriði á verðlaunahátíðinni ásamt Calvin Harris, Ellie Goulding, Rema og Raye. 

Áður en Raye byrjaði að gefa sjálf út tónlist samdi hún lög fyrir stórstjörnur svo sem Beyonce, Jennifer Lopez og Little Mix.

 

til baka