þri. 16. apr. 2024 13:25
Katla Tryggvadóttir og Hlín Eiríksdóttir fagna.
Áttu Íslendingarnir besta fagnið í Svíþjóð?

Knattspyrnukonan Katla Tryggvadóttir skoraði annað mark Kristianstad þegar liðið hafði betur gegn AIK á útivelli í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn síðasta.

Katla tvöfaldaði forystu sænska liðsins á 34. mínútu eftir laglegan undirbúning Hlínar Eiríksdóttur en þær voru báðar í byrjunarliði sænska liðsins í leiknum og þetta var fyrsti deildaleikur Kötlu eftir að hún gerðist atvinnumaður hjá Kristianstad fyrir þetta tímabil.

„Verðlaunin fyrir besta fagn 1. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar fara til...“ var skrifað við færslu sem birtist á Instagram-síðu Kristianstad en Íslendingarnir fögnuðu markinu vel og innilega.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)

 

 

til baka