fim. 11. júlí 2024 10:00
Arnar Wedholm og Barbara Björnsdóttir gengu í hjónaband á Ítalíu 28. júní.
Arnar og Barbara gengu í hjónaband á Ítalíu

Barbara Björnsdóttir héraðsdómari og Arnar Wedholm Gunnarsson framleiðandi gengu í hjónaband 28. júní á Ítalíu. Brúðkaupið fór fram á Hotel Villa Cariola sem er nálægt Gardavatni. Hjónin voru gefin saman af ítölskum fulltrúa sýslumanns og sá Eva María Þórarinsdóttir Lange um að túlka. Pink Iceland aðstoðaði hjónin við skipulagninguna. 

Barbara og Arnar eru búin að vera par í nokkur ár og fögnuðu vinir og fjölskylda með þeim á þessum fallega stað. 

Smartland óskar hjónunum hjartanlega til hamingju með giftinguna!

 

 

til baka