fim. 11. júlí 2024 09:10
Atvikiđ gerđist síđasta sumar á Akureyri.
Fleygđi lögreglumanni í jörđina

Karlmađur hefur hlotiđ ţriggja mánađa skilorđsbundinn dóm fyrir ađ hafa fleygt lögreglumanni í jörđina á Akureyri síđasta sumar.

Ţetta kemur fram í dómi Hérađsdóms Norđurlands eystra.

Málsatvik eru ţannig ađ laugardagskvöldiđ 1. júlí 2023 fékk lögreglan tilkynningu um slagsmál viđ veitingastađinn Backpackers viđ Hafnarstrćti. Lögreglan reyndi ţá ađ rćđa viđ manninn sem spurđi hvort ađ hann vćri handtekinn.

„Má berlega greina af upptökum ađ ákćrđi spyr lögreglu hvort hann sé handtekinn. Ţegar hún svarar ţví neitandi gengur ákćrđi á brott. Lögregla segir ţá viđ hann, svo ekki verđur um villst, ađ hún vilji rćđa frekar viđ hann og ađ hann verđi handtekinn verđi hann ekki viđ ţeim tilmćlum,“ segir í dómi hérađsdóms.

Upptökur fönguđu atburđarásina

Á myndbandsupptökum sem fanga atburđarásina sést ađ eftir ţessi orđaskipti ţá tók mađurinn á rás út Hafnarstrćti, niđur Kaupvangsstrćti og inn á bílaplan viđ Skipagötu. Voru ţrír lögreglumenn ţá ađ fylgja honum fast á hćla.

„Ţá má nokkuđ glöggt greina af upptöku eftirlitsmyndavélar sem stađsett er viđ Skipagötu hvar ákćrđi, ađ ţví er virđist, stöđvar skyndilega för sína, grípur til lögreglumannsins og fellir hann eđa dregur hann niđur á bílaplaniđ og má enn fremur vel greina ađ ákćrđi stendur hálfur yfir lögreglumanninum sem liggur á bakinu,“ segir í dómnum.

Lögreglumađurinn hlaut ýmsa áverka

Mađurinn var svo handtekinn af hinum lögreglumönnunum. 

Lögreglumađurinn hlaut mar, eymsli, rođa og bólgu á olnboga hćgri handleggs sem og eymsli í hćgra lćri og á rassvöđvasvćđi.

Manninum var gert ađ greiđa málsvarnarlaun skipađs verjanda síns upp á 1.145.760 krónur og 9.812 krónur í annan sakarkostnađ.

til baka