sun. 11. ágú. 2024 18:47
Árásin átti sér stađ í Jórdandalnum.
Ísraeli skotinn til bana á Vesturbakkanum

Ísraelskur borgari lést í dag og annar sćrđist í skotárás á Vesturbakkanum. Um er ađ rćđa átjánda ísraelska borgarann sem hefur látiđ lífiđ í árásum Palestínumanna á svćđinu frá 7. október en á sama tíma hafa yfir 600 Palestínumenn veriđ drepnir ţar. 

Samkvćmt heilbrigđisyfirvöldum í Ísrael er hinn látni á ţrítugsaldri en hinn mađur sem sćrđist var 33 ára. Hann hlaut skotsár á neđri hluta líkamans og var fluttur af vettvangi međ ţyrlu. Ísraelski herinn hefur gefiđ út ađ hinn látni hafi veriđ ísraelskur ríkisborgari.

Í yfirlýsingu hersins segir ađ „hryđjuverkamenn hafi skotiđ úr ökutćki á ferđ á fjölda bíla á svćđinu“.

Elta árásamennina uppi

„Í kjölfar árásarinnar lést ísraelskur borgari og annar sćrđist og gengst nú undir lćknismeđferđ. Hermenn elta nú hryđjuverkamennina uppi,“ segir í yfirlýsingunni.

Árásin átti sér stađ í Jórdandal á norđurhluta Vesturbakkans.

Átján Ísraelar hafa veriđ drepnir á Vesturbakkanum í árásum Palestínumanna frá ţví stríđ Ísraels og Hamas hófst međ árás Hamas 7. október.

Ađ minnsta kosti 617 Palestínumenn hafa á sama tíma veriđ drepnir á hernumdu svćđinu af ísraelskum hersveitum og landtökumönnum.

til baka