sun. 11. ágú. 2024 18:00
Eldhúsið er frá KVIK og er hvítt að lit með sprautulökkuðum hurðum.
Vandað og smart endaraðhús í Garðabænum

Við Ásbúð í Garðabæ er að finna einstaklega hlýlegt og notalegt raðhús. Húsið var reist 1979 og hefur verið endurnýjað mikið síðustu ár. Eigendur hússins eru Jón Heiðar Gunnarsson markaðsstjóri Forlagsins og Bergþóra Halldórsdóttir stjórnandi hjá Borealis Data Center. Þau hafa lagt mikinn metnað í að gera heimilið sem glæsilegast. 

Húsið er á tveimur hæðum og með fallegum og skjólgóðum garði.

 

 

Árið 2020 var eldhúsið endurnýjað. Innréttingar í eldhúsinu koma frá KVIK og eru hvítar sprautulakkaðar með stórri eyju og miklu skápaplássi. Qartz-steinn er á borðplötum og fyrir ofan eyjuna eru hangandi ljós eftir Verner Panton. Stórir gluggar eru í eldhúsinu og því er eldhúsið bjart og fallegt. 

Gengið er niður nokkur þrep inn í borðstofuna en stofa og eldhús eru á sömu slóðum. 

Baðherbergið á efri hæðinni var endurnýjað 2020 eða á sama tíma og eldhúsið. Þar eru nýjar flísar á veggjum og gólfi og sturtuklefi með glerhlið. Falin lýsing er á bak við spegilinn á baðherberginu sem gerir lýsinguna í rýminu góða. 

 

Á neðri hæðinni er forstofa, svefnherbergi, þvottahús og bílskúr. Einhver myndi segja að þetta væri eitt best skipulagða þvottahúsið í Garðabæ en hver og einn verður að dæma það af myndunum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Ásbúð 67

til baka