Það styttist í að Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar verði opnuð á ný en henni var lokað um tíuleytið í morgun.
„Mokstursbíllinn er að klára að moka og það styttist í opnun,“ segir á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.
Vegurinn yfir Vopnafjarðarheiði er á óvissustigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þrátt fyrir óvissustig. Það sama má segja um veginn um Möðrudalsöræfi.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/30/fjardarheidi_lokud/
Uppfært klukkan 16.30
Búið er að opna veginn um Fjarðarheiði.