Dóttir Dominique Pelicot, Frakka sem var fundinn sekur um að hafa byrlað fyrrverandi eiginkonu sinni, Gisèle Pelicot, svo tugir ókunnugra gætu nauðgað henni, segir réttast að faðir hennar myndi deyja í fangelsi.
Dominique Pelicot var dæmdur í 20 ára fangelsi í desember eftir réttarhöld sem vöktu mikinn óhug í Frakklandi og víðar um heim. 50 vitorðsmenn hans hlutu einnig dóma, allt frá þremur árum upp í 15 ár.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/30/eiginmadurinn_fyrrverandi_aetlar_ekki_ad_afryja/
Alltaf verið perri
Caroline Darian, dóttir Dominique og Gisèle, segir í viðtali við BBC að faðir hennar hafi alltaf verið perri.
„Hann ætti að deyja í fangelsi, hann er hættulegur maður,“ segir Darian í þættinum Pelicot Trial: The Daughter's Story sem Breska ríkisútvarpið sýnir á mánudag.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/28/15_menn_afryja_domum_sinum_i_mali_gisele_pelicot/