lau. 11. jan. 2025 12:47
Caroline Darian, dóttir Gisele og Dominique Pelicot.
Óskar föður sínum dauða í fangelsi

Dóttir Dominique Pelicot, Frakka sem var fundinn sekur um að hafa byrlað fyrrverandi eiginkonu sinni, Gisèle Pelicot, svo tugir ókunnugra gætu nauðgað henni, segir réttast að faðir hennar myndi deyja í fangelsi.

Dom­in­ique Pelicot var dæmd­ur í 20 ára fang­elsi í desember eft­ir rétt­ar­höld sem vöktu mik­inn óhug í Frakklandi og víðar um heim. 50 vitorðsmenn hans hlutu einnig dóma, allt frá þrem­ur árum upp í 15 ár.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/30/eiginmadurinn_fyrrverandi_aetlar_ekki_ad_afryja/

 

Alltaf verið perri

Caroline Darian, dóttir Dominique og Gisèle, segir í viðtali við BBC að faðir hennar hafi alltaf verið perri. 

„Hann ætti að deyja í fangelsi, hann er hættulegur maður,“ segir Darian í þættinum Pelicot Trial: The Daughter's Story sem Breska ríkisútvarpið sýnir á mánudag.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/28/15_menn_afryja_domum_sinum_i_mali_gisele_pelicot/

til baka