Dagskrá Vetrarhátíđar, sem átti ađ hefjast á morgun, verđur frestađ til föstudagsins 7. febrúar vegna veđurs.
Appelsínugul veđurviđvörun hefur veriđ gefin út fyrir höfuđborgarsvćđiđ á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, frá klukkan 3.00 til 17.00, og dagskráin verđur ţví fćrđ til um einn dag, ađ ţví er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Dagskrá hátíđarinnar er óbreytt og frítt er inn á alla viđburđi.
Hátíđin opnuđ međ gagnvirku verki
Hátíđin verđur sett á Ingólfstorgi föstudaginn 7. febrúar klukkan 18.30 á Ingólfstorgi, en Einar Ţorsteinsson borgarstjóri mun opna hátíđina međ ţví ađ kveikja á ljóslistaverkinu Lightbattle III.
Verkiđ kemur frá hollenska ljósahönnunarfyrirtćkinu Venividimultiplex sem sérhćfir sig í ljóslistaverkum. Um er ađ rćđa ţátttökuverk sem sýnt hefur veriđ víđs vegar um heim og hefur slegiđ í gegn, ađ ţví er segir í tilkynningunni.
Í uppsetningunni eru tveir gagnvirkir ljósbogar, međ samtals sex reiđhjólum, ţrjú frá gagnstćđum hliđum. Ţátttakendur setjast á hjólin og hjóla eins hratt og ţeir geta. Hjólin keyra upp afliđ sem kveikir á LED-ljósboga og eftir ţví sem hjólađ er hrađar ţví sterkari verđa litirnir í ljósboganum og mynda skemmtilegt sjónarspil ljóss og lita.
Hér má nálgast dagskrá Vetrarhátíđar