Jonas Claesson, forstjóri heilbrigđis og lćkninga á sjúkrahúsinu í Örebro, segir ađ ţeir fimm sem voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárásina í Örebro í Svíţjóđ í gćr hafi gengist undir ađgerđ og sé ástand ţeirra stöđugt.
Ţetta sagđi hann á blađamannafundi lögreglunnar í dag en stađfest hefur veriđ ađ 11 hafi látiđ lífiđ í skotrásinni í Riberska-háskólanum í Örebro í gćr, ţar á međal skotárásarmađurinn sem var á fertugsaldri.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/02/05/ellefu_latnir_eftir_skotrarasina_i_orebro/
Sex voru fluttir sćrđir á sjúkrahús, fjórar konur og tveir karlar. Fimm voru međ skotáverka en einn reyndist minniháttar sćrđur. Clesson segir ađ tveir liggi enn á gjörgćsludeild.
Lögreglan hefur ekki boriđ kennsl á öll fórnarlömbin ađ sögn Roberto Eid Forest, lögreglustjóra í Örebro.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/02/04/verstu_fjoldaarasir_i_sogu_svithjodar/
Hann segist ekki hafa nákvćmar upplýsingar um hversu langur tími leiđ ţar til lögreglan fór inn í skólabygginguna og ástćđan fyrir ţví ađ svo langur tími leiđ áđur en lögreglan upplýsti um fjölda látinna hafi veriđ sú ađ skólabyggingin er stór.
Hinn grunađi árásarmađur fannst látinn ţegar lögreglan fór inn í skólabygginguna en lögreglan hefur ekki stađfest fregnir fjölmiđla ađ hann hafi svipt sig lífi.