mið. 19. mars 2025 20:00
Gæsir rugluðu nýsjálenska lögreglumenn og björgunaraðila í ríminu.
Sundfólk í neyð reyndist vængjað

Björgunaraðilar brugðust skjótt við þegar tilkynning barst um sundmenn í neyð við strönd Matua í Tauranga við strendur Nýja-Sjálands.

Lögreglan, ásamt Aerocool Rescue Helicopter, neyðarþyrlu svæðisins, og Tauranga-sjóbjörguninni, hóf leit á mánudagskvöld nærri Fergusson Park. Þetta kemur fram hjá nýsjálenska fjölmiðlinum SunLive.

Leitin stóð yfir í um 45 mínútur áður en lögregla gaf fyrirmæli um að hætta. Ástæðan? Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að engir sundmenn væru í neyð á svæðinu – heldur aðeins hópur gæsa sem virtist eiga erfitt uppdráttar á vatninu.

Talsmaður Tauranga-sjóbjörgunarinnar hrósaði þó viðkomandi fyrir að hafa brugðist við.

„Það er alltaf betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ sagði hann í samtali við SunLive.

SunLive

til baka